Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 27. janúar 2003 kl. 14:17

Rúmlega 16.000 innlit á vf.is í síðustu viku

Víkurfréttir á Netinu nutu mikillar athygli í síðustu viku. Fréttir af vefnum rötuðu inn á fréttasíður “hinna stóru” fréttamiðlanna alla daga síðustu viku. Aðsókn að síðunni jókst um rúmt 71% í síðustu viku sem er mesti vöxtur á síðunni frá því mælingar hófust hjá Virkri vefmælingu Modernus. Aðallega voru það tvær fréttir sem nutu mikillar athygli í vikunni sem leið. Víkurfréttir eru í dag 17. vinsælasti vefurinn á Íslandi samkvæmt mælingu Virkrar vefmælingar og jafnframt 16. mest sótti vefur landsins með 16.176 innlit í síðustu viku. Gestirnir voru á sama tíma 6516 talsins.Á hafnfirska hluta vf.is var það viðtal við tvíburasystkini úr Hafnarfirði sem fara með aðalhlutverkið í uppfærslu Verlsunarskóla Íslands á söngleiknum Made In U.S.A. Hér á Suðurnesjum hlaut frétt um það að skemmtanamiðillinn Djammari.is hafi lokað á vefþjóna Dómsmálaráðuneytisins mikla athygli. Báðar þessar fréttir fengu svokallaðar krækjur á vinsælu vefsvæði meðal ungs fólks. Þá nutu fréttir og myndir Víkurfrétta um helgina af aðgerðum vegna byssumanns á Vatnsleysuströnd mikillar athygli.
Á vefsvæði Modernus segir: “Aðsóknartölur stóru vefjanna halda áfram að hækka, þvert á það sem Modernus hafði spáð. Tveir stærstu vefirnir, Vísir og Mbl, ná sínu besta og svo er einnig með marga aðra vefi. Líklegt er að HM í handbolta hafi veruleg áhrif á netnotkunina, t.d. hækka Sportid.is um 28% og Víkurfréttir um 71% en báðir vefirnir sinna íþróttum af kappi.”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024