Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúmlega 1.200 nemendur í FS
Miðvikudagur 8. september 2010 kl. 08:53

Rúmlega 1.200 nemendur í FS


Nú í upphafi haustannar eru 1.216 nemendur skráðir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.  Það er svipaður fjöldi og á síðustu haustönn en þá var sett met í nemendafjölda. Af þessum nemendum eru 1.093 sem stunda nám í dagskóla, 93 eru í kvöldskóla (sem sumir eru einnig í dagskóla) og þá stunda 62 grunnskólanemendur nám í einstökum áföngum við skólann. Nemendum í kvöldskólanum hefur fækkað nokkuð undanfarin ár og vegna samdráttar stunda færri grunnskólanemendur nám við skólann en verið hefur.

Þegar skipting nemenda eftir brautum er skoðuð kemur í ljós að nemendur á stúdentsbrautum eru 542, nemendur í almennu námi eru 258, nemendur í verknámi eru 161 og nemendur í starfsnámi eru 174.  Þá eru 34 á starfsbraut og níu stunda meistaranám við skólann.  Nokkur fjöldi nemenda er skráður á fleiri en eina braut.

VFmynd/elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024