Rúmanýting aukist um 30% á HSS
Samkvæmt tölum fyrir fyrstu 10 mánuði ársins, janúar til október 2012, hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þá sýna tölur að fjöldi legudaga og rúmanýting á sjúkrahúsinu hefur aukist yfir 30% miðað við sama tíma í fyrra.
Hins vegar hefur nýting á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða ekki verið fullnýtt miðað við þau 18 rými sem gert er ráð fyrir í samningi.
Í Víðihlíð í Grindavík hefur nýting rýma einnig minnkað miðað við sama tíma árið 2011 sem skrifast fyrst og fremst á það hversu það hefur dregist að ljúka við endurskipulagningu efri hæðarinnar. Ekki verður séð að þeirri vinnu ljúki fyrr en í lok þessa árs en þá er fyrirhugað að halda upp á 20 ára afmæli deildarinnar sem var 24. september sl.