Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúm fjögur tonn af rusli komin á viðeigandi hauga
Þriðjudagur 13. ágúst 2002 kl. 15:24

Rúm fjögur tonn af rusli komin á viðeigandi hauga

Liðsmenn Bláa hersins, kafarasveit undir forystu Tómasar Knútssonar, gerði stóra atlögu að járnarusli og öðrum óþrifnaði með strandlengjunni frá smábátahöfninni í Gróf og að Básnum í Keflavík. Samtals voru tekin úr fjörunni rúm fjögur tonn af járnarusli. Steinþór Jónsson hótelstjóri og bæjarfulltrúi slóst í lið með Bláa hernum og tók þátt í hreinsuninni. Hann sagði margt af ruslinu sem tekið hafi verið úr fjörunni hahfa legið þarna í jafnbvel áratugi og því hafi þetta verið sannkölluð hreinsun til frambúðar. Orðatiltækið um að lengi taki sjórinn við, eigi ekki lengur við. Nú losi fólk sig við rusl á aðra og viðurkennda losunarstaði.Umhverfisátak Reykjanesbæjar hófst með formlegum hætti í síðustu viku þegar bæjarfulltrúar og aðrir sjálfboðaliðar mættu í bolum merktum átakinu á svæðið þar sem fyrstu gámunum af járnrusli var komið fyrir. Átakið mun standa yfir til 1. september og eru allir íbúar og fyrirtækjaeigendur hvattir til að skrá sig í átakið hjá Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar í síma 421-1552.

Nánar um átakið í Víkurfréttum á fimmtudaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024