Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúm 12 prósent 10. bekkinga á Suðurnesjum hafa notað hass eða marijúana
Fimmtudagur 26. október 2006 kl. 16:25

Rúm 12 prósent 10. bekkinga á Suðurnesjum hafa notað hass eða marijúana

12,2% nemenda í 10. bekkjum grunnskólanna á Suðurnesjum hafa notað hass eða marijúana samkvæmt Landshlutaskýrslu Lýðheilsustofnunar og Háskólans á Akureyri um heilsu og lífsskjör skólanema. Er þetta hlutfall nokkuð yfir landsmeðaltalinu sem er 9,5%. Aðeins Reykjavík er með hærra hlutfall hvað þetta varðar eða 12,6%. Aðrir landshlutar eru með nokkuð lægra hlutfall en lægst er það á Norðurlandi vestra eða 5,5%.

Þegar spurt var um ölvun einu sinni eða oftar síðustu 12 mánuði svöruðu 36,2% játandi. Það er nokkuð lægra hlutfall en í sumum öðrum landshlutum en á Austurlandi var þetta hlutfall hæst, eða 49,4%. Landsmeðaltalið var 39,5% .

Ef kynjahlutfallið er skoðað í þessu samhengi kemur í ljós að tæp 12% stúlkna í 10. bekk á Suðurnesjum hafa notað hass eða marijúana einu sinni eða oftar. Aðeins í Reykjavík er þetta hlutfall hærra, eða 12,3%. Aðrir landshlutar koma langt á eftir en landsmeðaltalið er 8%.

12,5% drengja í 10. bekk á Suðurnesjum höfðu notað umrædd vímuefni einu sinni eða oftar en landsmeðaltalið var tæp 11% á meðal drengjanna.

Hassneysla nemenda hefur verið nokkuð sveiflukennd undanfarinn ár en er nú
komin í svipað far og fyrir rúmum áratug, segir í skýrslunni. Eftir mikla aukningu á milli áranna 1995 og 1999 hefur neyslan farið stigminnkandi og 1 af hverjum 10 nemendum kveðst nú hafa prófað hass yfir ævina. Hlutfall þeirra nemenda sem notað hafa hass á síðustu 30 dögum hefur þó hækkað sem gefur til kynna að fjöldi reglulegra neytenda hafi aukist á síðustu árum, segir ennfermur í skýrslunni.í skýrslunni.

Alls svöruðu rúmlega 11.800 nemendur á landinu öllu og var svarhlutfall um 86%.

 

Myndin er úr safni og tengist ekki þessari frétt

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024