Rugluð tré í Reykjanesbæ
Gróður landsins hefur átt sjö dagana sæla að undanförnu og vaknað úr vetrardvala. Sigurjón Vikarsson, prentsmiðjustjóri í Grágás, varð var við það í gær að trjáplanta í bakgarði hans við Bragavelli var að færast í sumarskrúða. Tréð stendur á skjólgóðum stað og var farið að laufgast all myndarlega.Þá er komið brum á annan trjágróður. Myndin var tekin af trénu um miðjan dag í dag.