Mánudagur 24. júlí 2006 kl. 09:44
Rúður brotnar í Gerðaskóla
Fimm rúður voru brotnar í Gerðaskóla nú um helgina. Ekki er vitað hverjir voru að verki en lögregla biður þá sem gætu haft upplýsingar um málið að hafa samband.
Þá var einnig tilkynnt um skemmdarverk á tveimur bifreiðum við Paddys á Hafnargötu. Framrúður bílanna höfðu verið brotnar.