Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rúður brotnar í bifreiðum
Þriðjudagur 5. febrúar 2013 kl. 09:26

Rúður brotnar í bifreiðum

Bjórflösku var kastað í gegnum hliðarrúðu bifreiðar í Reykjanesbæ um helgina. Þá voru tvær rúður brotnar í annarri bifreið, einnig í Reykjanesbæ. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki, en bæði málin voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum. Loks bakkaði ökumaður á bifreið sem stóð við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann lét sig síðan hverfa af vettvangi. Málin eru í rannsókn.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024