Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ruddust inn á stúlku á verbúð í Sandgerði
Laugardagur 10. febrúar 2007 kl. 23:44

Ruddust inn á stúlku á verbúð í Sandgerði

Tveir menn ruddust inn á stúlku sem býr í verbúð í Sandgerði í morgun. Brutu þeir upp hurð á herbergi hennar til að komast inn til stúlkunnar.

Kom þar að þriðji aðili, sem reyndi að koma mönnunum út en réðust þá mennirnir á hann og börðu. Talið er að hann sér rifbeinsbrotinn og lemstraður.

Vitað er hver annar árásamaðurinn er og er hans nú leitað af lögreglunni á Suðurnesjum. Ekki er vitað hvaða erindi mennirnir áttu inn til stúlkunnar.

 

Mynd: Lögreglubíll á ferð um götur Sandgerðis í vikunni. Myndin tengist ekki fréttinni. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024