Þriðjudagur 2. ágúst 2005 kl. 09:26
Rúða brotin í húsi Votta Jehóva
Klukkan 21:58 í gær var lögreglu tilkynnt um að rúða hefði verið brotin í húsnæði Votta Jehóva á Eyjavöllum í Reykjanesbæ. Rúðan var brotin í gegn. Tilkynnandi sá til hóps pilta sem átti þarna leið um og er piltarnir voru í nágrenni við húsið heyrðist brothljóð. Ekki náðist í piltana.