Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rötuðu ekki í Kölku
Föstudagur 30. ágúst 2013 kl. 12:38

Rötuðu ekki í Kölku

Svo virðist sem fullt af fólki rati ekki í Kölku en þess í stað villist það með ruslið sitt í heiðina upp af Mánagrundinni. Þrátt fyrir að í boði sé malbikaður vegur alveg inn á gámaplanið við Kölku í Helguvík, þá virðist fólk slysast á holóttan malarveg og grýttan slóða.

Auðvitað er erfitt að hossast með ruslið eftir svoleiðis ófærum og því hefur það verið val margra að skilja ruslið bara eftir í heiðinni. Það hljóta að koma bæjarstarfsmenn og hreinsa upp ósómann. Það er hins vegar spurning hvort þeir bæjarstarfsmenn séu frá Reykjanesbæ eða Sveitarfélaginu Garði, því hugsanlega er þessi nýi losunarstaður fyrir rusl á bæjarmörkum þessara nágrannasveitarfélaga.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024