Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Rótfiska við Sandgerði
  • Rótfiska við Sandgerði
    Brosandi þorskur í Sandgerði. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Þriðjudagur 4. mars 2014 kl. 10:03

Rótfiska við Sandgerði

– þorskur í eltingaleik við loðnu á Faxaflóa

Það var mikill erill við Sandgerðishöfn síðdegis í gær og í gærkvöldi þegar bátarnir voru að koma í land kjaftfullir af fiski. Færabátarnir hafa verið að rótfiska fyrir utan Sandgerði síðustu daga og sömu sögu er að segja af snurvoðarbátunum.

Aflinn er stór og fallegur þorskur sem er að eltast við loðnu á Faxaflóa. Í gær voru um 50 landanir í Sandgerðishöfn og nokkuð var um að bátar þyrftu að bíða eftir því að komast undir löndunarkranana. Í Sandgerði eru þó fimm kranar en óvíða á landinu er eins flott löndunaraðstaða fyrir smábáta og í Sandgerði.

Nánar verður fjallað um aflabrögð í Sjónvarpi Víkurfrétta á fimmtudagskvöld.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024