Rostungur sést við Sandgerði
Stór og myndarlegur rostungur sást í morgun við Sandgerði. Það var fólk sem kom að Bæjarskerjum sem varð dýrsins vart.„Þetta er stór og myndarleg skeppna. Ætli hann sé ekki um 800 kíló og tennurnar um 30 sm. langar. Hann liggur í fjörusandinum og það er hægt að komast nokkuð nálægt honum,“ sagði Þórður Gíslason í samtali við Víkurfréttir. Þórður á ættir sínar að rekja til Bæjarskerja og var að vitja húsa þar í morgun þegar hann sá dýrið.
„Það er verst að ég er ekki með myndavél en það þarf ekki neinar græjur til að smella af þessum rostungi“.
Þeir sem hafa áhuga á að sjá dýrið er bent á að aka Stafnesveg sem er strax á vinstri hönd þegar komið er inn í Sandgerði og fljótlega á hægri hönd er skilti sem vísar á Bæjarsker. Þaðan er stuttur gangur niður á fjörukambinn þar sem vel sást til rostungsins í morgun.
Myndin er af rostungi sem er á Fræðasetrinu í Sandgerði en Sandgerði varð þekkt fyrir rostunga fyrr á öldum og Rosmhvalanes sönnun þess.
„Það er verst að ég er ekki með myndavél en það þarf ekki neinar græjur til að smella af þessum rostungi“.
Þeir sem hafa áhuga á að sjá dýrið er bent á að aka Stafnesveg sem er strax á vinstri hönd þegar komið er inn í Sandgerði og fljótlega á hægri hönd er skilti sem vísar á Bæjarsker. Þaðan er stuttur gangur niður á fjörukambinn þar sem vel sást til rostungsins í morgun.
Myndin er af rostungi sem er á Fræðasetrinu í Sandgerði en Sandgerði varð þekkt fyrir rostunga fyrr á öldum og Rosmhvalanes sönnun þess.