Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Röskun á starfsemi HSS vegna veðurs
Þriðjudagur 10. desember 2019 kl. 11:45

Röskun á starfsemi HSS vegna veðurs

Röskun verður á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í dag og á morgun vegna veðurs, en margt af starfsfólki stofnunarinnar kemst ekki til vinnu vegna lokunar á Reykjanesbraut.

Haft verður samband við alla þá sem áttu tíma sem falla niður, en ef þið eruð í vafa, hafið endilega samband, segir í tilkynningu frá HSS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Læknavaktin verður opin síðdegis, sem og slysa- og bráðamóttaka að sjálfsögðu, en starfsfólk HSS vill biðja fólk um að hlýta tilmælum Almannavarna og halda sig heima nema mikið liggi við.

Athugið að þessar áætlanir verða endurskoðaðar eftir því sem líður á daginn veðurútlit skýrist.