Rollurnar ónáði ekki tjaldgesti
Fimm fjáreigendur hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Grindavík að haf að halda sauðfé í fjárhúsi við Hóp í Grindavík.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir beiðni þeirra um að halda fé í fjárhúsi við Hóp sem og beiðni þeirra um að nýta tún til beitar frá miðjum nóvember fram að sjómannadagshelgi ár hvert. Þó er óheimilt að beita dýrum á túnin næst Stakkavík. Einnig er samþykkt beiðni þeirra um að heyja þau tún sem áður voru nýtt til beitar við Hópskot svo lengi sem Grindavíkurbær er ekki að nota svæðið. Skipulags- og umhverfisnefnd beinir því til aðila að ganga vel um svæðið svo sómi sé að og tryggja að sem minnst ónæði verði fyrir íbúa og tjaldstæðagesti.