Rollur við Reykjanesbraut
Vegfarendur um Reykjanesbraut hafa verið í sambandi við Víkurfréttir síðustu daga til að benda á lausagöngu búfjár við Reykjanesbrautina. Sjö eða átta rollur hafa verið á ferli við vegarkant Reykjanesbrautarinnar á Strandarheiði síðustu daga og einn vegfarandi benti á að a.m.k. tvær rollur hafi verið komnar upp á vegaröxlina.Ekki höfum við upplýsingar um það hvort lausagangan er leyfileg á þessum slóðum en víst má telja að rollur við Reykjanesbraut geta skapað mikla slysahættu.