Rólegur páskadagur hjá lögreglu
				
				Páskadagur hefur verið mjög rólegur hjá lögreglunni í Keflavík. Að sögn Sigurðar Bergmann varðstjóra bar ekkert markvert til tíðinda í dag og allt með kyrrum kjörum í umdæmi lögreglunnar.Skemmtistaðir opna margir á miðnætti en svo virðist sem margir séu úr bænum og menn hafa litlar áhyggjur af fjölmennum samkomum á Suðurnesjum.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				