Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 16. maí 2002 kl. 21:52

Rólegur framboðsfundur í Stapa

Hann var fremur rólegur, borgarafundur framboðanna í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitastjórnarkosningar 25. maí. Fundurinn hófst með framsögu fulltrúa hvers flokks og tók fyrstur til máls Ólafur Thordersen (S) þá fylgdu í kjölfarið, Sveindís Valdimarsdóttir (S), Björk Guðjónsdóttir (D), Sigríður Jóna Jóhannesdóttir (D), Þorsteinn Árnason (B) og að lokum Guðný Kristjánsdóttir (B).Eftir ræður frambjóðenda sátu oddvitarnir Jóhann Geirdal (S), Kjartan Már Kjartansson (B) og Árni Sigfússon (D) fyrir svörum bæjarbúa. Spurningar í kvöld voru fremur fyrirsjáanlegar miðað við aðstæður líðandi stundar, meðal þess sem spurt var um, var afstaða oddvitana til nýrra stálpípuverksmiðju sem áætlað er að byggja í Helguvík og var ekki annað að sjá en þeir væru allir sammála þeirri byggingu og töldu hana góðan kost fyrir sveitarfélagið.

Samfylkingin hefur ætíð barist hart fyrir því að sýna fram á tilgangsleysi og kostnaðarsemi Reykjaneshallar. Á því var engin breyting í kvöld. Jóhann Geirdal ræddi um fáranlegan leigusamning hallarinnar og taldi bæinn hafa gert stór mistök með samþykki hans. Árni Sigfússon lagði hinsvegar fram forvitnilegt bréf frá framkvæmdarstjóra Landmats, sem er eigandi hallarinnar, þar sem einblínt er á það að samningur eins og gerður var við Reykjanesbæ um leigu á Reykjaneshöll verður ekki gerður aftur vegna of hagstæðra kjara leigutaka.

Þá var einnig rætt um meirihlutasamstarf flokkanna. Oddvitarnir voru spurðir um hvaða áhugi lægji fyrir slíku samstarfi. Oddvitar allra flokka ítrekuðu að ekkert hafi verið rætt um slík samstörf og munu allir flokkar ganga til kosninga óbundnir, hvað muni gersast eftir það verður tíminn að leiða í ljós sagði Jóhann Geirdal.

Framsóknarmenn stikluðu á stóru hvað varðar fjölskyldumál ásamt því að tala um kosti hugmyndarinnar um Taxibus á þessum fundi og sýndu einnig fram á það að það er nauðsynlegt að halda uppi jafnri línu milli vinstri manna og hægri sinnaðra stjórnmálamanna hér í bæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024