Rólegt yfir kvikuganginum við Grindavík
Rólegt hefur verið yfir kvikuganginum við Grindavík undanfarna sólahringa. Ekki er útilokað að virknin taki sig upp að nýju eða að kvika nái yfirborði án mikillar skjálftavirkni.
Í kvikuhlaupinu síðasta laugardag er talið að um 1,3 milljónir rúmmetra af kviku hafi hlaupið í Sundhnúkagígaröðina og myndað þar þriggja kílómetra langan kvikugang milli Stóra-Skógfells og Hagafells.
Í dag ættu um 10 milljónir rúmmmetra af kviku að vera í kvikuhólfinu undir Svartsengi en neðri mörk þess þegar eldgos eða kvikuhlaup hafa orðið eru 8-13 milljónir rúmmetra af kviku.