Rólegt við Sandgerðishöfn
Stærsti straumur var um helgina og voru því fáir bátar frá Sandgerði á sjó. Netabátarnir tóku allir helgarfrí, þó vitjuðu fimm litlir netabátar neta sinna og lönduðu frá 300 - 600 kg.
Á föstudagskvöld landaði Birtingur tæpum 700 tonnum af loðnu og á laugardag voru nánast eingöngu snurvoðabátarnir á sjó og var afli frekar tregur hjá þeim en þeir voru að fá frá 400 kg. - 3 tonn. Einn var þó með tæp 8 tonn og var uppistaðan hjá honum ufsi. Þá landaði Sigþór ÞH rúmum 9 tonnum en hann gerir út á línu. Á sunnudag voru um tíu línubátar á sjó og voru þeir að koma með um 1-4 tonn að landi.
Á föstudagskvöld landaði Birtingur tæpum 700 tonnum af loðnu og á laugardag voru nánast eingöngu snurvoðabátarnir á sjó og var afli frekar tregur hjá þeim en þeir voru að fá frá 400 kg. - 3 tonn. Einn var þó með tæp 8 tonn og var uppistaðan hjá honum ufsi. Þá landaði Sigþór ÞH rúmum 9 tonnum en hann gerir út á línu. Á sunnudag voru um tíu línubátar á sjó og voru þeir að koma með um 1-4 tonn að landi.