Rólegt í Sandgerði og Keflavík
Frekar rólegt var í Keflavíkurhöfn þegar VF hafði samband við hafnarvigtina þar. Á mánudag var frekar lítil kolaveiði en tveir bátar komu með þónokkur magn af þorski. Árni KE kom með 1400 kg, Baldur var með 4,5 tonn en þar af var töluvert af tindabyggju, Benni Sæm kom með rúm 2 tonn í land og Farsæll með 3,5 tonn og Njállinn með um 4. Gunnar Hámunda kom til lands með 5 tonn en það með því betra hjá netabátum að undanförnu.
Sömu sögu var að segja í Sandgerðishöfn. Þar var frekar rólegt og lítil veiði hjá netabátum. Berglín og Sóley komu í Sandgerðishöfn með fullfermi fyrir helgi en togarar og trollbátar hafa verið að veiða ágætlega. Smábátar hafa ekkert róið að undanförnu.
Sömu sögu var að segja í Sandgerðishöfn. Þar var frekar rólegt og lítil veiði hjá netabátum. Berglín og Sóley komu í Sandgerðishöfn með fullfermi fyrir helgi en togarar og trollbátar hafa verið að veiða ágætlega. Smábátar hafa ekkert róið að undanförnu.