Rólegt hjá starfsmönnum Brunavarna Suðurnesja
Rólegt hefur verið hjá starfsmönnum Brunavarna Suðurnesja síðustu daga. Einn og einn sjúkraflutningur en slökkvibílarnir hafa vart verið hreyfðir.Kveikt var í plastefni við bílskúr á Nónvörðu og lagði mikinn reyk frá brunanum yfir hvefið. Eldurinn hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á vettvang.Í dag verða afhent verðlaun vegna leikja á fjölskyldudegi slökkviliðsins sem haldinn var á sjómannadaginn. Athöfnin fer fram á slökkviliðsstöðinni og hefst kl. 17:00





