Sunnudagur 25. janúar 2004 kl. 10:54
Rólegt hjá lögreglu í nótt
Það var lítið að gera hjá lögreglunni í Keflavík í nótt og fremur lítið um útköll. Þó var lögreglan kölluð í heimahús í Sandgerði þar sem tilkynnt hafði verið um slagsmál, en þegar lögregla kom á vettvang voru þau yfirstaðin.