Föstudagur 21. mars 2003 kl. 08:37
Rólegt hjá lögreglu
Nóttin var róleg hjá Lögreglunni í Keflavík og síðustu dagar hafa einnig verið það. Umferðareftirlit skipar stóran sess hjá Lögreglunni í Keflavík og er lögreglan mikið við eftirlit á Reykjanesbrautinni, auk þess sem vel er fylgst með umferð í sveitarfélögum á Suðurnesjum.