Rólegt hjá löggunni
Liðin vika var mjög róleg, að sögn lögreglunnar í Keflavík. Tæplega sjötíu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu og þrír fyrir ölvun við akstur. Fjórtán aðilar voru kærðir fyrir vanrækslu á skoðun en það er svipað og verið hefur að sögn lögreglu.
Óprúttnir náungar réðust að tveimur sænskum piltum á Hafnargötu í Keflavík á aðfaranótt sunnudags. Piltarnir voru að koma af dansleik þegar árásin átti sér stað. Þeir gátu litlar upplýsingar gefið um árásarmennina.
Nokkur umferðaróhöpp áttu sér stað í vikunn en öll voru þau minniháttar. Engin slys urðu á fólki en í nokkrum tilfellum þurfti að fjarlægja bifreiðarnar með dráttarbifreið. Bílvelta varð á Reykjanesbraut síðdegis sl. sunnudag. Ökumaður slapp með skrekkinn en bíllinn var gjörónýtur.
Óprúttnir náungar réðust að tveimur sænskum piltum á Hafnargötu í Keflavík á aðfaranótt sunnudags. Piltarnir voru að koma af dansleik þegar árásin átti sér stað. Þeir gátu litlar upplýsingar gefið um árásarmennina.
Nokkur umferðaróhöpp áttu sér stað í vikunn en öll voru þau minniháttar. Engin slys urðu á fólki en í nokkrum tilfellum þurfti að fjarlægja bifreiðarnar með dráttarbifreið. Bílvelta varð á Reykjanesbraut síðdegis sl. sunnudag. Ökumaður slapp með skrekkinn en bíllinn var gjörónýtur.