Laugardagur 8. febrúar 2003 kl. 11:58
Rólegt hjá Keflavíkurlögreglu
Nóttin var róleg hjá lögreglunni í Keflavík og sömu sögu er að segja af þessum laugardagsmorgni. Fáir voru á ferli í nótt en hins vegar fór fólk að safnast saman í Reykjanesbæ í morgunsárið þar sem nú stendur yfir fótboltamót í Reykjaneshöllinni og þar eru saman komnir um 800 manns.