Rólegt á Sandgerðishöfn síðustu daga
„Það hefur verið ótíð síðustu daga og varla hægt að segja að litlu bátarnir hafi farið á sjó. Netabátarnir hafa lítið farið undanfarið og því má segja að það hafi verið mjög rólegt hér á höfninni hjá okkur síðustu daga,“ sagði Björn Arason hafnarstjóri Sandgerðishafnar í samtali við Víkurfréttir.
Miðað við undanfarið sjö ár þá segir Björn haustið og veturinn hafa verið þann versta á þessum tíma. „Það hefur í raun verið ótíð frá því í nóvember og ætli það sé ekki hægt að búast við því að slík tíð komi á sjö ára fresti,“ segir Björn en sá afli sem komið hefur að landi í Sandgerði hefur mest verið þorskur.
Miðað við undanfarið sjö ár þá segir Björn haustið og veturinn hafa verið þann versta á þessum tíma. „Það hefur í raun verið ótíð frá því í nóvember og ætli það sé ekki hægt að búast við því að slík tíð komi á sjö ára fresti,“ segir Björn en sá afli sem komið hefur að landi í Sandgerði hefur mest verið þorskur.