Rólegt á Sandgerðishöfn í dag
Engir bátar eru á sjó frá Sandgerði í dag og hafa síðustu dagar verið fremur rólegir eins og á öðrum höfnum á Suðurnesjum. Færabátarnir eru að hætta veiðum og snurvoðabátarnir eru að gera sig klára til veiða sem þeir munu hefja á morgun, en þá fara þeir í Faxaflóann.
Togskipið Sóley Sigurjónsdóttir landaði í dag 50 tonnum í Sandgerði.
Myndin: Úr myndasafni VF.is.