Rólegt á Sandgerðishöfn
Lífið á höfninni í Sandgerði er með rólegra móti þessa dagana. Helst eru það handfærabátar sem eru á sjó, en einnig eru þrír snurvoðabátar sem leggja upp í Sandgerði þessa dagana. Að sögn Árna Sigurpálssonar starfsmanns Sandgerðishafnar er lítið um að vera. „Það er bara frekar lítið fiskirí og það eru fáir bátar að,“ sagði Árni í samtali við Víkurfréttir.
Veðrið hefur svo sannarlega leikið við Suðurnesjamenn í dag, en víða hefur hitinn farið yfir 20 stig. Árni segir að það sé oft rólegt við hafnir á Suðurnesjum á þessum tíma. „Það vantar nú ekki að veðrið sé gott hér hjá okkur,“ sagði Árni.
Myndin: Frá Sandgerðishöfn. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.