Rólegra yfir jarðskjálftasvæðinu
Frá miðnætti og til að verða sjö í morgun hafa mælst um 500 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum og stærsti skjálftinn var 3,3 að stærð kl. 00:34.
Í gær, 7.mars, mældust 2800 skjálftar á Reykjanesskaganum. Stærsti skjálftinn var af stærð 5,0 kl. 02:02 um 3 km VSV af Fagradalsfjalli og fannst vel á suðvesturhorninu.
Rólegra er yfir skjálftamælum þennan daginn en síðustu daga en búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni á svæðinu.