Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rólegra í útgáfu byggingarleyfa
Fimmtudagur 29. mars 2007 kl. 10:24

Rólegra í útgáfu byggingarleyfa

Heldur færri byggingarleyfi hafa verið gefin út af Reykjanesbæ fyrstu þrjá mánuði ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Í janúar voru gefin út 46 leyfi sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Í febrúar voru hins vegar gefin út 14 leyfi sem er mun minna en í sama mánuði síðustu tvö árin, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Síðan í október, þegar met var sett í útgáfu byggingaleyfa,  hefur verið heldur rólegra í útgáfu þeirra miðað við sömu mánuði árið á undan, eins og sést á meðfylgjandi töflu.

Talsverðar umræður hafa verið í bæjarstjórn vegna lóðaúthlutana bæjaryfirvalda í nýjum hverfum Reykjanesbæjar. Telur A-listinn að of geyst hafi verið farið þannig að nú sé orðið offramboð á lóðum og þá er 800 milljón króna lántaka vegna gatnagerðar gagnrýnd einnig. Lánið hafi verið tekið þar sem áætlaður tekjur af nýju hverfunum hafi engan veginn skilað sér.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, svarar þessari gagnrýni í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir í dag.  Hann segir m.a. ekkert óeðlilegt við það að frágangur gatna sé fjármagnaður með lánsfé þegar fyrir liggi að mikil eftirspurn sé eftir lóðum.

Samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríksins hefur velta á fasteignamarkaði á Suðurnesjum verið heldur minnkandi síðustu mánuði. Í febrúar síðastliðnum var 71 kaupsamningi þinglýst á samanborðið við 130 í sama mánuði árið áður.  Janúar var nokkuð svipaður á milli ára en í desember var 62 færri kaupsamningum þinglýst samaborið við sama mánuð árið áður.

Sjá nánar í Víkurfréttum í dag.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024