Laugardagur 25. nóvember 2000 kl. 06:15
Rólegheit hjá slökkviliði og sjúkraflutningsmönnum
Rólegheit hafa verið hjá slökkviliði og sjúkraflutningsmönnum Brunavarna Suðurnesja í dag. Gísli Viðar Harðarson varðstjóri slökkviliðsins sagði í samtali við VF í dag að óvenju rólegt væri á þeim bænum og vonaðist til að framhald yrði þar á.