Sunnudagur 30. júní 2002 kl. 18:41
Rólegheit hjá lögreglunni
Rólegt hefur verið á vakt lögreglunnar í Keflavík í dag sem og síðustu daga. Nokkrir ökumenn hafa verið stöðvaðir fyrir minniháttar umferðalagabrot en annars hefur ekkert gengið á og var helgin mjög tíðindalaus hjá lögreglu í alla staði.