Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 4. september 2000 kl. 12:16

Rólegheit á Ljósanótt

Ljósanótt fór friðsamlega fram í Reykjanesbæ, að sögn lögreglu. Aðeins ein tilkynning barst vegna líkamsmeiðinga, en tveimur mönnum lenti saman fyrir utan skemmtistaðinn Ránna rétt fyrir klukkan fimm um nóttina. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús, annar hlaut höfuðáverka og hinn slasaðist á hendi og kenndi til í andliti. Tilkynnt var um rúðubrot í samkomuhúsinu í Garði og ólæti utandyra. Þegar lögreglan ætlaði að hafa afskipti af drengnum sem braut rúðuna, þá veittist hann að lögreglumanni og beit hann í sköflunginn. Bitvargurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa lögreglunnar um nóttina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024