Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Róleg tíð hjá björgunarskipum Suðurnesja
Mánudagur 12. ágúst 2002 kl. 23:18

Róleg tíð hjá björgunarskipum Suðurnesja

Áhafnir björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum hafa haft það náðugt síðustu daga og vikur. Fá útköll hafa borist. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein fór í tvö útköll um síðustu mánaðamót og þá var liðinn mánuður frá síðasta útkalli, að sögn Arnars Trausta Júlíussonar skipstjóra.Sigurður Viðarsson hjá sjóbjörgunarsviði Slysavarnafélagsins tók í sama streng fyrir hönd Grindvíkinga, en skipið þeirra, Oddur V. Gíslason, hefur ekki þurft að sinna útköllum um langan tíma.
Dótturbátur Hannesar Þ. Hafstein, Siggi Guðjóns, var notaður við björgun á skemmtibátnum Sif fyrir síðustu helgi, þegar Sif tók niðri á Eyrinni við Sandgerði. Björgunin tókst vel og var Sif dregin til hafnar í Sandgerði.

Myndin: Komið með skemmtibátinn Sif til Sandgerðis. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024