RÓLEG PÁSKAHELGI HJÁ LÖGREGLUNNI Í KEFLAVÍK?
				
				Að sögn Karls Hermannssonar var páskahelgin róleg að þessu sinni. Rúmlega 30 voru kærðir vegna of hraðs aksturs og 4 fyrir meinta ölvun við akstur. Þá reyndust þremur of laus höndin og voru þeir kærðir fyrir líkamsárásir. Ég sem hélt að róleg helgi hjá löggunni samanstæði af sjónvarpsglápi og poppkornsáti. 
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				