Þriðjudagur 25. desember 2001 kl. 15:23
Róleg nótt hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningsmönnum
Jólanótt var mjög róleg hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningsmönnum í Reykjanesbæ. „Hér hringdi varla síminn og þetta var mjög þægileg vakt,“ sagði Gísli Viðar Harðarson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja í samtali við fréttavef Víkurfrétta í dag.