Róleg nótt hjá lögreglu
Nóttin var róleg hjá lögreglunni í Keflavík og tíðindalaust að sögn varðstjóra, fyrir utan ökumann sem stöðvaður var í Keflavík í nótt, grunaður um ölvun við akstur. Mjög kalt var í nótt og hugsanlegt að kuldinn hafi haft áhrif á skemmtanalíf Suðurnesjamanna. Búist er við því að enn kaldara verði í nótt.