Þriðjudagur 7. desember 2004 kl. 08:53
Róleg nótt hjá lögreglu
Næturvaktin var róleg hjá lögreglunni í Keflavík. Þeir voru tvisvar kallaðir út, annað skiptið var ölvunarútkall, en einnig varð eitt minniháttar umferðaróhapp.
Auk þess voru skráningarnúmer tekin af 16 bifreiðum vegna vanrækslu á skoðun og af 3 bifreiðum sem voru ótryggðar.