Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 8. desember 2002 kl. 10:08

Róleg nótt

Rólegt var á vakt Lögreglunnar í Keflavík síðastliðna nótt. Fremur rólegt hefur verið hjá lögreglunni síðastliðna daga og líður hver vaktin á fætur annari þar sem lítið fréttnæmt gerist og er lögreglan að sjálfsögðu ánægð með það. Í morgunsárið var töluverð hálka á vegum á Suðurnesjum. Í veðurspánni er gert ráð fyrri austlægri átt, víða 5-10 m/s, en 10-15 með suðurströndinni. Yfirleitt léttskýjað í fyrstu, en þykknar síðan upp og fer að rigna sunnan- og austanlands. Suðaustan 8-13 á morgun, en 13-18 við suðvesturströndina. Skýjað og víða dálítil rigning eða súld, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hlýnandi veður og hiti 2 til 8 stig á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024