Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Róleg jólahelgi hjá lögreglu
Þriðjudagur 27. desember 2005 kl. 09:42

Róleg jólahelgi hjá lögreglu

Jólahelgin var róleg hjá lögreglunni í Keflavík og bar lítt til tíðinda. Helstu útköll voru á aðfararnótt jóladags þegar tveir piltar voru handteknir með lítilræði af kannabisefnum í bíl sínum á Sunnubraut í Reykjanesbæ. Reyndist vera um tóbaksblandað hass að ræða, en drengirnir voru frjálsir ferða sinna eftir yfirheyrslu.

Síðdegis á jóladag var svo tilkynnt um að rúður hafi verið brotnar í þremur númerslausum Scania-bifreiðum við Bakkastíg í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024