Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rokkstokk fer fram í lok október
Miðvikudagur 10. október 2012 kl. 05:28

Rokkstokk fer fram í lok október

Hljómsveitarkeppnin Rokkstokk verður haldin í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ laugardaginn 27. október. Þar gefst..

Hljómsveitarkeppnin Rokkstokk verður haldin í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ laugardaginn 27. október. Þar gefst tónlistarfólki á aldrinum 13-25 ára tækifæri til að koma fram við bestu aðstæður í skemmtilegri hljómsveitarkeppni.

Það var hljómsveitin The Wicked Strangers frá Selfossi og Eyrarbakka sigraði í keppninni í fyrra. Rokkstokk hefur verið vettvangur fyrir ungar og upprennandi sveitir til að taka sín fyrstu skref.

Þess má geta að hljómsveitin Dikta tók þátt í keppninni þegar hún fór fram árið 1999 og varð nokkrum árum síðar ein allra vinsælasta hljómsveit landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024