Rok og rigning í dag
Veðurstofan hefur gefið út viðvörun þar sem búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu. Gengur í suðaustan 18-23 m/s með skúrum suðvestantil þegar kemur fram á morguninn, en talsvert hægari vindur annars staðar og rigning. Léttir heldur til norðaustanlands síðdegis. Suðvestan og sunnanátt í kvöld, víða 20-25 vestantil á landinu, en annars hægari. Skúraleiðingar, en skýjað með köflum norðaustantil. Lægir smám saman á morgun, suðvestan 10-15 og skúrir vestantil síðdegis, en hægari og þurrt austanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil á landinu.