Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rok og rigning framundan
Mánudagur 18. desember 2006 kl. 09:23

Rok og rigning framundan

Klukkan 6 voru suðaustan 8-13 m/s víða suðvestantil, annars hægari suðaustlæg eða breytileg átt. Víða léttskýjað austanlands, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti var frá 6 stigum á Kjalarnesi niður í 10 stiga frost í innsveitum norðaustanlands.

Viðvörun ! Búist er við stormi á Suðvesturmiðum, Faxaflóamiðum, Breiðafjarðarmiðum, Norðvesturmiðum, Vesturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vaxandi suðaustanátt, 15-20 m/s og rigning undir hádegi. Heldur hægari suðvestanátt síðdegis og úrkomuminna, en sunnan 15-20 og rigning í fyrramálið. Hiti 3 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vaxandi suðlæg átt, 13-20 m/s og rigning eða súld vestantil um hádegi, en hægari og þurrt að kalla austanlands fram eftir degi. Ört hlýnandi veður. Suðvestan 10-18 undir kvöld, en allt að 23 m/s norðvestantil. Léttir heldur til norðaustan- og austanlands, annars skýjað og lítilsháttar úrkoma suðvestanlands. Áfram nokkuð hvöss suðlæg átt á morgun með vætu sunnan- og vestanlands, en þurrt að mestu norðaustantil. Hiti 3 til 8 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024