Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rok eða ofsaveður með víðtækum samgöngutruflunum
Fólk er hvatt til að ganga vel frá lausum munum í dag til að koma í veg fyrir foktjón. Myndin er úr óveðri frá því í desember 2015.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 9. desember 2019 kl. 08:58

Rok eða ofsaveður með víðtækum samgöngutruflunum

Gert er ráð fyrir allt að 27 m/s vindi af norðri í veðurspám fyrir annað kvöld. Veðrinu fylgir einnig snjókoma. Gert er ráð fyrir víðtækum samgöngutruflunum. Fólk er beðið um að koma lausum hlutum í skjól í dag til að fyrirbyggja foktjón.

Norðaustan 3-8 m/s, bjartviðri við Faxaflóa í dag og hiti kringum frostmark. Gengur í suðaustan 13-20 undir morgun með snjókomu í fyrstu, en síðar slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri. Lægir um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig.

Á morgun, þriðjudag:
Gengur í norðan rok og jafnvel ofsaveður, 20-30 m/s, hvassast á sunnanverðu Snæfellsnesi. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám, segir á vef Veðurstofu Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á veðurvefnum Blika.is er gert ráð fyrir að komnir verði norðan 25 m/s á Keflavíkurflugvelli kl. 18 á morgun þriðjudag. Það veður varir allt annað kvöld og fram á aðfararnótt miðvikudags. Reyndar verður bálhvasst allan miðvikudaginn líka.

Á Garðskaga verða 26 metrar af norðri annað kvöld og sömu sögu er að segja af Vogum á Vatnsleysuströnd.

Á Reykjanesbrautinni fer veðrið í 27 metra á sekúndu af norðri á þriðjudagskvöld.

Veður í Grindavík verður ögn rólegra en þar er gert ráð fyrir að vinurinn fari í 23 metra á sekúndu.