Rok, rigning og 10 stiga hiti
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Suðaustan 10-18 m/s, en sums staðar hvassara í vindstrengjum. Ringing eða súld. Gengur í sunnan 5-10 í kvöld og dregur úr úrkomu. Suðaustlæg átt, 3-8 á morgun og dálítil rigning með köflum, en hvessir síðdegis. Hiti 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðaustan 10-18 m/s og rigning eða súld, en sunnan 5-10 í kvöld. Fremur hæg suðaustanátt og dálítil rigning með köflum, en hvessir síðdegis. Hiti 5 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag og mánudag:
Suðlæg átt, 3-8 m/s. Lítilsháttar væta S- og V-lands, en skýjað með köflum og þurrt á N- og A-landi. Hiti 3 til 10 stig.
Á þriðjudag:
Suðaustan 5-10 m/s og skýjað V-lands, annars hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Hiti 3 til 8 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan og austan.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðvestanátt og milt veður. Léttskýjað A-lands, en rigning eða súld vestantil á landinu.