Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Roðagyllum heiminn, eyðum ofbeldi
Fimmtudagur 2. nóvember 2023 kl. 06:00

Roðagyllum heiminn, eyðum ofbeldi

Dagana 25. nóvember til 10. desember munu Alþjóðasamtök Soroptimista, ásamt fjölda annarra félagasamtaka, standa fyrir sextán daga átaki á heimsvísu sem nefnist „Orange the world“, eða Roðagyllum heiminn. Markmiðið er að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gegn konum. Þessi litur táknar bjartari framtíð án ofbeldis.

„Við viljum hvetja stofnanir og fyrirtæki á Suðurnesjum til að lýsa byggingar, styttur, minnisvarða o.s.frv. á þeirra vegum af þessu tilefni, okkur öllum til vitundarvakningar. Þessar dagsetningar eru valdar í ljósi þess að 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, staðfestur í mannréttindayfirlýsingunni og nær átakið hámarki sínu mánudaginn 10. desember, á alþjóða mannréttindadaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tökum höndum saman um að binda enda á ofbeldi gegn konum, sem eru útbreiddustu,  lífseigustu og mest skemmandi mannréttindabrot í heiminum í dag. Ofbeldið hefur áhrif  á konur óháð aldri, bakgrunni eða menntunarstigi og bitnar á stúlkum og konum jafnt  á internetinu sem utan þess,“ segir í tilkynningu frá Soroptimistaklúbbi Keflavíkur.