Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Röð óhappa í mikilli hálku á Brautinni
Fimmtudagur 6. apríl 2006 kl. 18:35

Röð óhappa í mikilli hálku á Brautinni

Ökumaður sendibifreiðar missti stjórn á bíl sínum er hann átti leið fram hjá vettvangi slyss á Reykjanesbraut rétt innan við Njarðvík í dag, með þeim afleiðingum að hann lenti á lögreglubifreið. Talsverð hálka var á veginum er óhappið varð.

Lögreglan hafði skömmu áður verið kvödd á slysstað, ásamt sjúkrabíl, vegna áreksturs tveggja bifreiða. Ökumaður annarar bifreiðarinnar hafði misst stjórn á henni í hálkunni með þeim afleiðingum að hann snerist á veginum og lenti á annarri bifreið. Ökumaður hennar var vanfær kona sem flutt var á sjúkrahús til aðhlynningar.

Á  meðan lögreglan var á vettvangi óhappsins missti ökumaður sendibifreiðar, sem leið átti hjá, stjórn á henni með fyrrgreindum afleiðingum. Talsverðar skemmdir urðu á báðum ökutækjunum og var lögreglubíllinn fjarlægður af vettvangi með dráttarbifreið.

Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum

Þess má einnig geta að aðeins um stundarfjórðungi áður en þessu óhöpp dundu yfir varð bílvelta inn við Vogastapa. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slapp með minniháttar meiðsl en bifreiðin var mikið skemmd. Þar var einnig hálku um að kenna.


VF-mynd: Ellert Grétarsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024