Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Röð atvika leiddi til banaslyss á Reykjanesi
Föstudagur 5. október 2018 kl. 09:34

Röð atvika leiddi til banaslyss á Reykjanesi

Vinnueftirlitið hefur skilað HS Orku endanlegri umsögn vegna banaslyss sem varð í húsnæði fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi þann 3. febrúar 2017. Rannsókn hefur leitt í ljós að röð atvika varð til þess að brennisteinsvetnismengun frá háhitaholu, sem ekki var í nýtingu, fór inn á neysluvatnskerfi í húsnæði Háteigs með fyrrgreindum afleiðingum.
 
„Strax og málið kom upp hóf starfsfólk HS Orku að eigin frumkvæði að rannsaka málið og hefur aðstoðað Vinnueftirlitið af bestu getu við að upplýsa það,“ segir í tilkynningu frá HS Orku. Þar segir einnig að í umsögn Vinnueftirlitsins séu gerðar athugasemdir í fjórum liðum sem snúa að HS Orku. „Þegar hefur verið brugðist við þeim öllum, meðal annars hefur verið tryggt að gas eða önnur mengun geti ekki borist inn á í neysluvatnskerfi auk þess sem allir verkferlar og öryggisstjórnunarkerfi hafa verið yfirfarin til að fyrirbyggja að svona slys geti átt sér stað aftur“.
 
Í tilkynningunni segir að starfsfólk HS Orku taki málið afskaplega nærri sér og er hugur þess er hjá fjölskyldu mannsins sem lést í þessu hörmulega slysi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024