Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rockville svæðið verði hátækniþorp
Fimmtudagur 21. febrúar 2008 kl. 13:33

Rockville svæðið verði hátækniþorp

Bæjaryfirvöld í Sandgerði vinna nú að nýju deiliskipulagi fyrir Rockville-svæðið þar sem fara mun saman landnotkun iðnaðar, athafna, verslunar- og þjónustu við það að svæðið verði tekið í borgaraleg not. Um er að ræða landsvæði upp á 53 hektara.

Í samræmi við óskir atvinnuráðs er gert ráð fyrir uppbyggingu hátækniþorps á Rockville svæðinu. Gert er ráð fyrir að atvinnustarfsemi aðlagi starfsemi sína að grænni ímynd og ítrustu mengunarvörnum. Boðið verði uppá stórar, stakstæðar lóðir sem gera fjölbreyttum fyrirtækjum innan hátækniiðnaðar kleift að skapa sér sérstöðu hvað varðar ásýnd og umhverfi.
Gert er ráð fyrir að deiliskipulag Rockville verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar.  Málið var lagt fram til kynningar á bæjarstjórnarfundi nú í vikunni. Unnið verður áfram að málinu og er að því stefnt að það komi til afgreiðlu í mars.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024